Aldan vinnustofa/hæfing er verndaður vinnustaður fyrir fatlaða í Borgarbyggð.

Í Öldunni er mikið unnið með sjálfbæra þróun. Þar eru hlutir sem aðrir eru hættir að nota endurnýttir ásamt því að notaðar eru endurnýtanlegar vörur í verkefni.

Þar á meðal eru gömul sængurver, gardínur og annað efni notað og saumaðir eru úr því fjölnota pokar, pokar undir vínflöskur og margt fleira. Gömul handklæði eru klippt niður í tuskur og hafa fyrirtæki í Borgarbyggð verið að versla af okkur tuskupoka sem notaðar eru á verkstæðum. Eggjabakkar eru svo nýttir, þeir eru klipptir niður í blóm og málaðir, blómin eru svo sett á seríur eða á greinar. Gamlir kerta afgangar eru einnig nýttir, þeir eru bræddir og búin eru til ný kerti úr afgöngunum. Mjólkurfernur, skyrdósir og fleira er einnig nýtt aftur, höfum við verið að steypa kertastjaka ofan í gömul ílát. Allt eru þetta vörur sem seldar eru svo hjá Öldunni Borgarnesi ásamt því að vörurnar okkar eru til sölu í Ljómalind.

Allt sorp er flokkað eftir söðlum frá Terra. Plast og pappi, almennt sorp og lífrænn úrgangur. Við nýtum hluti eins og við getum í föndur.